Námskeið framundan

Túlkun talna og hagfræði

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinngar og kynnt ýmis hagfræðileg hugtök. 

Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt. 

Einnig er fjallað um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga. 

Skráningu lýkur 26. apríl kl. 12:00

Næst: 29/04/2024

Hvíldartímaákvæði vinnuréttar

Farið er í grunnþætti Vinnutímatilskipunar EES - hvíldartímaákvæðið sem hefur verið bundið í kjarasamninga frá 1996/1997 og síðar í kafla IX í lögum nr. 46 um Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980.

Sérstök áhersla er lögð á samspil vinnutíma og hvíldartíma þegar vinna er skipulögð. 

Einnig þegar hvíld er frestað og hvernig frítökuréttur ávinnst. 

Leiðbeindandi er Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ.

Skráningu lýkur 29. apríl kl. 12:00.

Næst: 30/04/2024

Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða – Vefnám

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá.

Farið er í starfsvið trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og kjarasamningum, réttindi hans og skyldur.

Námskeiðið er opið fyrir alla trúnaðarmenn stéttarfélaga, sérstaklega nýkjörna trúnaðarmenn sem eru að hefja störf.

Námskeiðið er rafrænt og hægt að taka hvenær sem er á tímabilinu 1.-30. maí.

Skráningu lýkur 30. apríl kl. 18:00. 

Næst: 01/05/2024

Vinnustaðafundir – Vefnám

Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og er til fræðslu um skipulag og framkvæmd vinnustaðafunda.

Námskeiðið er gjaldfrítt.

Námskeiðið er opið nemendum 1.-31. maí 2024.

Skráning stendur yfir frá 16. apríl kl. 14:30 til 30. apríl kl. 18:00.

Næst: 01/05/2024

Eyjafjörður – Að koma máli sínu á framfæri

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Í þessum þætti er farið í þau atriði sem hafa ber í huga til að ná áheyrn á fundum, t.d. starfsmannafundum, félagsfundum. 

Nemendur fá góð ráð þegar staðið er í ræðupúlti, bæði hvað varðar framkomu og einnig framsögn. 

Kennt verður í staðnámi. 


Næst: 02/05/2024

Eyjafjörður – Samningatækni

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga. 

Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum og vinnum okkur niður á samkomulag. 

Námskeiðið er kennt í staðnámi. 


Næst: 03/05/2024

Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum.

Á námskeiðinu er meðal annars farið í uppbyggingu vinnumarkaðarins, uppbyggingu stéttarfélaga og starfsemi þeirra ásamt hlutverki heildarsamtaka launafólks og uppbyggingu þeirra. Skoðað er lýðræði frá mismunandi sjónarhornum.

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarkennslu.

Skráningu lýkur 6. maí kl. 12:00.

Næst: 07/05/2024

Lestur launaseðla – Fjarnám

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla og launaútreikninga samkvæmt gildandi kjarasamningum og reglum skattsins.

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða og iðgjalda. 

Skráningu lýkur 14. maí kl. 12:00

Næst: 15/05/2024

Báran – Samskipti á vinnustað

Námskeiðið er samkvæmt gildandi námsskrá Trúnaðarmannanámsins í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum. 

Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. 

Hvernig megi stuðla að góðum samskiptum og skoðaðir eru algengustu þættir sem valda samskiptaörðugleikum á vinnustað. 

Kennsla fer fram í gegnum zoom í fjarkennslu. 


Skráningu lýkur 15. maí 2024 kl. 12:00. 


Næst: 16/05/2024