• Miðað er við að fjöldi þátttakenda á trúnaðarmannanámskeiðum og almennum námskeiðum fari ekki niður fyrir 10.  (þó hafa verið gerðar undantekningar á þessu og verður hvert tilfelli metið hverju sinni) 
  • Ef fella þarf trúnaðarmannanámskeið niður, eða sérpöntuð námskeið, vegna ónógrar þátttöku verður það að gerast a.m.k. viku fyrir áætlaðan námskeiðstíma.  Annars þurfa félögin að greiða 20% af heildarkostnaði námskeiðs. 
  • Ef nemendur eru að mæta á hluta af trúnaðarmannanámskeiðum þá eiga þeir eingöngu að fá viðurkenningarskjöl sem segja til um hvað þeir hafa tekið.  Þá þarf kennari að fylgjast með því að allir mæti og hafa viðverulista á hverjum degi.
  • Félögin greiða fyrir skráða félagsmenn sem upphaflega var pantað fyrir, óháð því hvort þeir mæta eða ekki ef minna en vika er fram að námskeiði og engin tilkynning hefur borist frá félaginu til Félagsmálaskólans.
  • Þátttakendur sem afboða sig viku fyrir áætlaðan námskeiðsdag þurfa ekki að greiða námskeiðsgjald. 
  • Þátttakendur sem afboða sig innan við viku þurfa að greiða ½ gjald. 
  • Þátttakendur sem mæta ekki og láta ekki vita þurfa að greiða fullt gjald.