Þekking í þágu launafólks

NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN

Túlkun talna og hagfræði

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá trúnaðarmannanámsins. 

Farið er í helstu viðfangsefni hagfræðinngar og kynnt ýmis hagfræðileg hugtök. 

Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt. 

Einnig er fjallað um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga. 

Skráningu lýkur 26. apríl kl. 12:00

Næst: 29/04/2024

Hvíldartímaákvæði vinnuréttar

Farið er í grunnþætti Vinnutímatilskipunar EES - hvíldartímaákvæðið sem hefur verið bundið í kjarasamninga frá 1996/1997 og síðar í kafla IX í lögum nr. 46 um Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980.

Sérstök áhersla er lögð á samspil vinnutíma og hvíldartíma þegar vinna er skipulögð. 

Einnig þegar hvíld er frestað og hvernig frítökuréttur ávinnst. 

Leiðbeindandi er Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ.

Skráningu lýkur 29. apríl kl. 12:00.

Næst: 30/04/2024

Handbók trúnaðarmannsins

HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA

EINELTI Á VINNUSTAÐ

VIÐGENGST EINELTI Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ?  ÞEKKIR ÞÚ EINKENNIN?

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

FÉLAGSMÁLASKÓLINN

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.