ÞEKKING Í ÞÁGU LAUNAFÓLKS

NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN

Þrautseigja í lífi og starfi

ALMENNT NÁMSKEIÐ

Þrautseigju er hægt að efla og rækta með sér, sem eykur hæfni til að takast á við breytingar, álag og áföll í starfi og einkalífi. 

Næst: 27/01/2021

Þrautseigja í lífi og starfi

Upplýsingar

  • Dagsetning: 27/01/2021 - 28/01/2021
  • Tími: 23:00 - 00:00
  • Verð: 21.000 kr.

Lýsing

Þrautseigju er hægt að efla og rækta með sér, sem eykur hæfni til að takast á við breytingar, álag og áföll í starfi og einkalífi. 

Að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu. Auk þess styður þrautseigja við betri lífsgæði á tímum álags og erfiðleika.

Hugtakið þrautseigja er notað til að skilgreina þá hæfni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu. Námskeiðið er tvískipt – annars vegar fjallað um lög og reglur sem eru í gildi og hins vegar um andlega og sálfélagslega þætti.

Leiðbeinandi er Sigríður Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi og eigandi SHJ ráðgjöf.

Vakin er athygli á því að námskeiðið er boði sem fjarnám. Þátttakendur fá senda hlekk (Zoom) áður en námskeiðið hefst. 

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Sameyki-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því. Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna. Skráningu lýkur 28. janúar kl. 16.00.

Næst: 01/02/2021

Sameyki-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Upplýsingar

  • Dagsetning: 01/02/2021 - 02/02/2021
  • Tími: 09:00 - 14:30

Lýsing

Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda. Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

ALLT UM EINELTI

NÁMSEFNI FÉLAGSMÁLASKÓLANS

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

FÉLAGSMÁLASKÓLINN

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu sendar upplýsingar um áhugaverð námskeið og ýmsan fróðleik.