ÞEKKING Í ÞÁGU LAUNAFÓLKS

NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN

STYTTRI - Samtalið um styttri vinnuviku – endurhugsun á fyrirkomulagi vinnutímans!

Forystufræðsla

Næst: 01/06/2021

STYTTRI - Samtalið um styttri vinnuviku – endurhugsun á fyrirkomulagi vinnutímans!

Upplýsingar

  • Dagsetning: 01/06/2021 - 01/06/2021
  • Tími: 09:00 - 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1 (skrifstofur ASÍ)
  • Verð: 22.000 kr.

Lýsing

Með styttingu vinnuvikunnar og nýju vinnutímafyrirkomulagi hafa komið upp áskoranir á vinnustöðum, m.a. hvernig hægt sé að útfæra styttinguna þannig að hún gangi upp og án skerðingar á þjónustu eða verkefnum. 

Nýtt vinnufyrirkomulag byggist á samtali stjórnenda og starfsmanna. Þar geta trúnaðarmenn og stéttarfélög gegnt lykilhlutverki. Mikilvægt er að þeir sem koma að breytingum og innleiðingu á nýju fyrirkomulagi vinnutíma geri það með jákvæðu og opnu hugarfari.

Fjallað um hugmyndafræði hönnunarhugsunar (Design thinking) með tilliti til þess hvernig hún nýtist við endurhugsun á fyrirkomulagi vinnunnar. Lögð er áhersla á að skoða hvernig hugmyndafræðin styður við verkefnið að endurskipuleggja vinnutímann, mikilvægi þess að þora að prófa og umfram allt hvetur okkur til að vera tilbúin að endurskoða það hvernig við vinnum og af hverju við gerum hlutina á ákveðinn hátt og leita nýrra leiða.

Þátttakendur fá eintak af bókinni „STYTTRI“ sem er þýdd af Söru Lind Guðbergsdóttur lögfræðingi.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Undirbúningsnámskeið vegna hæfismats FME

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að undirbúa stjórnarmenn í lífeyrissjóðum undir þá þætti í starfsemi lífeyrissjóðanna sem FME hefur tekið mið af í mati sínu.  

Næst: 02/06/2021

Undirbúningsnámskeið vegna hæfismats FME

Upplýsingar

  • Dagsetning: 02/06/2021 - 05/06/2021
  • Tími: 09:00 - 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 175.000 kr.

Lýsing

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að undirbúa stjórnarmenn í lífeyrissjóðum undir þá þætti í starfsemi lífeyrissjóðanna sem FME hefur tekið mið af í mati sínu. Fjallað er um hlutverk stjórnarmanna og helstu þætti sem þeir þurfa að hafa þekkingu á með setu í stjórnum lífeyrissjóða.

Dagskrá:

Miðvikudagur 2. júní

9:00-12:00

Hlutverk stjórnarmanna og starfsemi lífeyrissjóða

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL

12:30-16:00

Sjálfstæði, dómgreind og viðhorf

Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur hjá Birtu

Fimmtudagur 3. júní kl. 9:00-16:30

Fjárfestingarstefna, áhættumat, hlutverk og helstu verkefni stjórnarmanna í lífeyrissjóðum.

Tómas N. Möller lögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna

Föstudagur 4. júní 9:00-16:00 og Laugardagur 5. júní 9:00-12:00

Reikningsskil og endurskoðun lífeyrissjóða

Vignir Rafn Gíslason, löggiltur endurskoðandi og partner hjá PWC og Jón Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi og partner hjá PWC.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Handbók trúnaðarmannsins

HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA

ALLT UM EINELTI

NÁMSEFNI FÉLAGSMÁLASKÓLANS

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

FÉLAGSMÁLASKÓLINN

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.