EINELTI Á VINNUSTAÐ

Áhættuþættir eineltis

Sjaldan er ein ástæða fyrir því að einelti á sér stað heldur tvinnast mismunandi þættir saman. Það er einkum þrennt sem veldur því að einelti fær að þrífast á vinnustöðum.

  • Aðstæður innan fyrirtækis
  • Stjórnunarstíll
  • Samskiptahefð á vinnustað

Aðstæður fyrirtækis

Athugaðu upptalninguna hér að neðan og hvort eitthvað á við vinnustaðinn þinn.

  • Slæm samkeppnisstaða.
  • Hagræðingaraðgerðir – yfirvofandi uppsagnir og tilfærslur í starfi.
  • Samdráttur.
  • Þrýstingur á verklok og árangur.
  • Skortur á skipulagningu vinnunnar eða slæmt vinnuskipulag.
  • Illa útfærðar starfslýsingar.
  • Slæm vinnuskilyrði.
  • Lítil valddreifing – stjórnandi skiptir sér af smáatriðum.

Þessar aðstæður eru góður jarðvegur fyrir einelti.

Stjórnunarstíll

Veltu fyrir þér hvernig starfsfólki er stjórnað af yfirmönnum á vinnustaðnum þínum.

  • Starfsfólk látið afskiptalaust.
  • Starfsfólk býr við ofríki.
  • Of miklar kröfur gerðar til starfsfólks.
  • Samkeppni meðal starfsmanna.
  • Viðurkenningar og umsagnir ekki veittar.
  • Verkefni og ábyrgð ekki skilgreind.
  • Lélegt upplýsingaflæði.

Einelti þrífst vel við svona stjórnun.

Samskiptahefð á vinnustað

Hugleiddu framkomu og samskipti starfsmanna á vinnustaðnum þínum.

  • Ekki tekið á vandamálum og ágreiningi.
  • Baktal líðst.
  • Samskiptavenjur byggja ekki á skilningi og trausti.
  • Starfsfólk látið vinna saman sem augljóslega getur það ekki.
  • Óskrifaðar reglur miðast einungis við fámennan hóp.

Á vinnustað þar sem samskipti eru slæm eru meiri líkur á að fólk sé lagt í einelti en annars.

Áhrif eineltis á fyrirtæki

Er einelti á vinnustaðnum þínum? Farðu yfir eftirfarandi lýsingar og veltu fyrir þér hvort þær eiga við um vinnustaðinn þinn.

Starfsmönnum líður illa á vinnustað þar sem einelti fær að þrífast sem hefur auðvitað áhrif á að:

  • Afköst minnka.
  • Mistök verða fleiri.
  • Upplýsingaflæðið versnar.
  • Samskipti starfsmanna eru stirð.
  • Þjónustuvilji minnkar.
  • Kvörtunum fjölgar mjög líklega.
  • Starfsmannaskipti eru tíðari.
  • Kostnaður við að þjálfa nýtt starfsfólk eykst.
  • Einbeiting starfsmanna er minni.
  • Áhugi og metnaður starfsmanna í vinnunni minnkar.
  • Fjarvistum fjölgar.
  • Einungis er unnið eftir fyrirmælum og lítið frumkvæði.
  • Tími stjórnenda fer í að taka á afleiðingunum og þeir geta ekki einbeitt sér að öðru á meðan.

Eins og sjá má hefur einelti áhrif á velgengni fyrirtækja.

Stjórnendur bera ábyrgð á afkomunni og þess vegna ber þeim að taka á einelti og sjá til þess að það líðist ekki.