FG-Samskipti á vinnustað
Upplýsingar
- Dagsetning: 3/5/2021 – 3/5/2021
- Tími: 9:00 – 14:30
- Staður: Vefnám
Lýsing
Farið er í hvernig samskipti geta þróast á vinnustað, hvað veldur slæmum samskiptum, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum á vinnustað.
Skoðuð er mismunandi framkoma fólks og hvaða áhrif hún hefur á okkur í daglegu lífi.
Samskipti eru skoðuð út frá stjórnunarstílum, aðbúnaði og umhverfi vinnustaða og ábyrgð stjórnenda á framvindu samskipta.
Skoðaður er vinnuumhverfisvísir frá Vinnueftirlitinu um andlegan og félagslega aðbúnað á vinnustöðum.
Einnig eru skoðaðar afleiðingar langvarandi samskiptavanda á starfsumhverfi og starfsfólk, orsök eineltis og afleiðingar.
Farið er yfir lagalega ábyrgð atvinnurekenda í aðbúnaði og vinnuvernd í tengslum við samskiptaörðugleika, eineltis- og áreitismála sem upp kunna að koma. Skráningu lýkur föstudaginn 30. apríl kl. 16:00.