Fundarritun og góðar fundargerðir

Upplýsingar

  • Dagsetning: 20/4/2021 – 20/4/2021
  • Tími: 9:00 – 13:00
  • Staður: Guðrúnartún og fjarkennsla

Lýsing

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriðin sem góður fundarritari þarf að kunna deili á til að rita faglega fundargerð, hvað þarf að koma fram og með hvaða hætti, hverju má sleppa og hvernig skal tekið á mismunandi beiðnum og tillögum frá fundarmönnum. Jafnframt verður skoðað hvernig samstarfi fundarstjóra og fundarritara skuli háttað og hvernig standa skuli að skilum á fundargerðum bæði innan félags sem og til ytri aðila svo sem Þjóðskjalasafns.

Námskeiðið verður í stað- og fjarkennslu (staðkennsla af aðstæður leyfa).

Leiðbeinandi er Viktor Ómarsson, sem situr í stjórn JCI International og eigandi Fylgi, ráðgjafaþjónustu.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir