Upplýsingar

  • Dagsetning: 2/11/2021 – 2/11/2021
  • Tími: 9:00 – 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 21.500 kr.

Lýsing

Námskeið og vinnustofa þar sem unnið verður með samskipti innan samninganefnda og samningsaðila. Kynntar verða aðferðir, tæki og tól sem geta nýst í komandi samningaviðræðum. Skoðað verður hvað einkennir góð teymi og heilbrigða liðsheild og hvernig samskiptasáttmáli getur hjálpað til við það.

Styrkleikar einstaklinga fá sinn sess og eru þátttakendur hvattir til að fara í gegnum eigin styrkleikagreiningu sér að kostnaðarlausu: https://www.strengthsprofile.com/en-GB/Products/Free. Sérstaða þessarar greiningar liggur í því, að hún mælir ekki eingöngu það sem við erum góð í, heldur líka hvað gefur okkur orku.

Leiðbeinandi er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, en hún hefur lokið meistaraprófi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR auk stjórnendaþjálfunar. Hún er auk þess ACC vottaður markþjálfi. Ágústa hefur unnið við mannauðsstjórnun, ráðgjöf í mannauðs- og fræðslumálum auk markþjálfunar frá 2007. Ágústa sinnir einnig sáttamiðlun og kemur að úrlausn ágreiningsmála á vinnustöðum. 

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir