Lestur ársreikninga fyrir starfsmenn og stjórnir stéttarfélaga

Upplýsingar

  • Dagsetning: 15/4/2021 – 15/4/2021
  • Tími: 9:00 – 13:00
  • Staður: Zoom

Lýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um bókhald og ársreikninga stéttarfélaga. Þátttakendum verða kynntar grunnreglurnar sem þessi fyrirbæri byggjast á. Útgangspunkturinn verður “Reglugerð um bókhald og ársreikninga aðildarsamtaka ASÍ”. Þar sem reglugerðin vísar mjög til ársreikningalaganna verður farið yfir helstu atriði þeirra og skoðuð dæmi til skýringar, bæði úr ársreikningum hlutafélaga og eftir atvikum stéttarfélaga. Einnig verður sýnt hvernig ársreikningur lífeyrissjóðs lítur út.

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að vera færir um að “lesa” ársreikning og greina þýðingu helstu stærða sem þar er að finna.

Námskeiðið er einkum ætlað einstaklingum í stjórnum stéttarfélaga og starfsmönnum þeirra, en er opið öllum.

Í ljósi aðstæðna, verður námskeiðið kennt sem fjarnámskeið í Zoom, – nemendur fá sendan hlekk deginum áður.

Leiðbeinandi er Bjarni Frímann Karlsson, stundakennari í HÍ og hjá Endurmenntun HÍ.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir