Upplýsingar

  • Dagsetning: 5/4/2022 – 5/4/2022
  • Tími: 9:00 – 11:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 8.800 kr.

Lýsing

Forystufræðsla

Farið verður yfir mikilvægi þess að móta ritstjórnarstefnu og hvernig henni er best haldið við. Skoðuð verða tól og gagnleg vinnubrögð s.s. birtingaáætlanir, svarabunkar og birtingadagatöl. Hvert er markmiðið með veru okkar á samfélagsmiðlum?

 

Sérstaklega verður farið yfir ýmislegt sem tengist því að halda úti síðu á Facebook þar sem miðillinn hefur víðtæka skírskotun. Farið verður yfir hvernig fyrirtækjaaðgangar á FB eru ólíkir persónulegum aðgöngum, hvaða tól eru í boði og hvaða vefsvæði er hægt að nýta til að halda utan um fyrirtækjareikninga.

 

Leyfi fyrir pólitískum auglýsingum eða auglýsingum um samfélagsmál verða skoðuð sérstaklega og hvað felst í því að sækja um slíkt leyfi.

 

Farið verður yfir samstarf við utanaðkomandi aðila (s.s. auglýsingastofur og birtingahús).

 

Að lokum verða auglýsingamál skoðuð; hvernig auglýsingar eru í boði, hvernig er best að stilla þeim upp, hvað ber að varast.

Leiðbeinandi er Arnaldur Grétarsson, sérfr. í stafrænni miðlun

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir