Upplýsingar

  • Dagsetning: 23/9/2021 – 23/9/2021
  • Tími: 9:00 – 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1
  • Verð: 11..000 kr.

Lýsing

Reglur um styttingu vinnutímans hjá starfsfólki í vaktavinnu geta virkað flóknar fyrir marga og erfitt að útfæra þær.

Á þessu námskeiði verður farið í helstu ákvæði kjarasamninga sem snerta starfsfólk í vaktavinnu og styttingu vinnutímans, formlegt ferli og útfærslu.

Í þessu námskeiði verður sérstaklega hugað að fyrirkomulagi vaktavinnustaða og hvernig hægt er að útfæra styttingu vinnutímans án þess að skerða þjónustu vinnustaða og ganga á réttindi eða skyldur starfsmanna. 

Leiðbeinandi er Ragnar Ólason, aðstoðarframkv.stjóri Eflingar og sérfræðingur um styttingu vinnutímans.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir