Upplýsingar

  • Dagsetning: 1/3/2022 – 1/3/2022
  • Tími: 9:00 – 12:00
  • Staður: Guðrúnartún
  • Verð: 22.500 kr.

Lýsing

Við fræðumst um hvernig allir finna sína fjöl í teymisvinnu og hvað skiptir máli svo það haldist þannig. Við skoðum hvernig styrkleikar nýtast í teymum og hvað einkennir sterk teymi.

 

Í lífi og starfi höfum við marga hatta og þurfum að nota þá eins og hentar best hverju sinni. Hvenær stígum við fram og erum leiðtogar og hvenær jafningjabragur er hentugastur til að ná árangri. Við skoðum mismunandi hlutverk og ábyrgð og hvernig heilbrigður ágreiningur innan teymis getur eflt það til enn betri verka.

 

Námskeið er sniðið fyrir þá sem vinna þétt með öðru fólki og eiga sitt undir því að teymið í heild nái góðum árangri.

 

Leiðbeinandi er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, en hún hefur lokið meistaraprófi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR auk stjórnendaþjálfunar. Hún er auk þess ACC vottaður markþjálfi. Ágústa hefur unnið við mannauðsstjórnun, ráðgjöf í mannauðs- og fræðslumálum auk markþjálfunar frá 2007. Ágústa sinnir einnig sáttamiðlun og kemur að úrlausn ágreiningsmála á vinnustöðum. 

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir