Ungt fólk og vinnumarkaðurinn

Upplýsingar

  • Dagsetning: 19/5/2021 – 19/5/2021
  • Tími: 16:00 – 18:00
  • Staður: Fjarkennsla

Lýsing

En vinnumarkaðurinn getur verið flókinn, margt sem þarf að huga að og skilja, ekki síst við upphaf og lok starfa. Ýmislegt er sagt og skrifað um réttindi og skyldur, án þess þó að farið sé rétt með.

Á námskeiðinu verður farið í helstu atriði sem skipta máli en margir gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þeirra. Farið verður yfir kjarasamninga og hvaða réttindi (lágmarksréttindi) þeir tryggja, reglur um ráðningarsamninga og uppsagnarfrest, laun og launatengd gjöld, hver eru helstu réttindi og skyldur starfsmanna, reglur um vaktavinnu, lífeyrisgreiðslur o.fl. 

Leiðbeinandi er Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.

Vakin er athygli á því að námskeiðið er boði sem fjarnám. Þátttakendur fá senda hlekk (Zoom) áður en námskeiðið hefst. 

Mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðum og er þátttakendum bent á að kynna sér rétt sinn.

Ábyrgðaraðili

Guðrún Edda Baldursdóttir