DAGATAL

Eining-Iðja-Trúnðarmannanám 3. hluti

Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hægt er að nýta þau í kjarasamningagerð ásamt grunn atriðum samningatækni. Skráningu lýkur 12. apríl kl. 12:00.

Næst: 14/04/2021

Eining-Iðja-Trúnðarmannanám 3. hluti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 14/04/2021 - 16/04/2021
 • Tími: 09:00 - 14:30
 • Staður: Vefnám

Lýsing

Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun. Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga. Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður. Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á. Nemendur kynnast helstu hugtökum í samningtækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunn atriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Persónuvernd launafólks

FORYSTUFRÆÐSLA

Friðhelgi einkalífs er varið í 71. gr. stjórnarskrár Íslands og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttindi þessi eiga við á vinnustað sem og annars staðar. 

Næst: 14/04/2021

Persónuvernd launafólks

Upplýsingar

 • Dagsetning: 14/04/2021 - 14/04/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Staður: Fjarkennsla (eða Guðrúnartún 1, 1. hæð - eftir aðstæðum)
 • Verð: 12.000 kr.

Lýsing

Friðhelgi einkalífs er varið í 71. gr. stjórnarskrár Íslands og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttindi þessi eiga við á vinnustað sem og annars staðar. Ljóst er að tæknibylting undanfarinna ára hefur leitt af sér nýjar og áður óþekktar leiðir til inngrips inn í þennan rétt m.a. með rafrænni vöktun.

Ljóst er að sama skapi að tækninýjungar hafa gefið atvinnurekendum leiðir til þess bæði að auka öryggi á sínum vinnustað, bæði gagnvart utanaðkomandi ógnum s.s. eins og þjófnaði og eins til verndar lífi og heilsu starfsfólks.

Það er einmitt á grundvelli þessara andstæðu hagsmuna, þ.e. annars vegar forræði atvinnurekanda á að vernda sig og sína starfsemi og hins vegar réttar starfsfólks til friðhelgi einkalífs sem að sett hafa verið lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem eiga að tryggja að jafnvægi ríki á milli þessara tveggja fyrrnefndu hagsmuna.

Á námskeiðinu er farið yfir þau helstu álitaefni og áskoranir sem tengjast ofangreindu. Þá verður einnig vakin athygli á þeim upplýsingum sem eru vistaðar á skrifstofum stéttarfélaganna sjálfra og hvernig farið er með þær. Jafnframt verða kynntir þeir ferlar og sú málsmeðferð hjá Persónuvernd sem einstaklingar sem telja á sér brotið geta farið með mál sín í.  Markmiðið með námskeiðinu er að leiða þátttakendur til umhugsunar um mikilvægi friðhelgi einkalífs auk þess eiga þátttakendur að loknu námskeiðinu að þekkja algengustu brotin og álitamálin og hvernig hægt sé að leiðrétta ólögmætt ástand sem skapast getur á vinnustaðnum og/eða samfélaginu varðandi friðhelgi einkalífs og persónuvernd.

Leiðbeinandi er Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Lestur ársreikninga fyrir starfsmenn og stjórnir stéttarfélaga

Á námskeiðinu verður fjallað bókhald og ársreikninga stéttarfélaga og mikilvægi þess að sinna fjárreiðum stéttarfélaga af ábyrgð og fagmennsku.

Næst: 15/04/2021

Lestur ársreikninga fyrir starfsmenn og stjórnir stéttarfélaga

Upplýsingar

 • Dagsetning: 15/04/2021 - 15/04/2021
 • Tími: 09:00 - 13:00
 • Staður: Zoom
 • Verð: 20,500 kr.

Lýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um bókhald og ársreikninga stéttarfélaga. Þátttakendum verða kynntar grunnreglurnar sem þessi fyrirbæri byggjast á. Útgangspunkturinn verður “Reglugerð um bókhald og ársreikninga aðildarsamtaka ASÍ”. Þar sem reglugerðin vísar mjög til ársreikningalaganna verður farið yfir helstu atriði þeirra og skoðuð dæmi til skýringar, bæði úr ársreikningum hlutafélaga og eftir atvikum stéttarfélaga. Einnig verður sýnt hvernig ársreikningur lífeyrissjóðs lítur út.

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að vera færir um að “lesa” ársreikning og greina þýðingu helstu stærða sem þar er að finna.

Námskeiðið er einkum ætlað einstaklingum í stjórnum stéttarfélaga og starfsmönnum þeirra, en er opið öllum.

Í ljósi aðstæðna, verður námskeiðið kennt sem fjarnámskeið í Zoom, - nemendur fá sendan hlekk deginum áður.

Leiðbeinandi er Bjarni Frímann Karlsson, stundakennari í HÍ og hjá Endurmenntun HÍ.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Framsýn-Trúnaðarmannanám 3. hluti

Farið er í grunntölur launa og útreikninga á launaliðum. Farið er í mikilvægi launaseðla og kunnáttu að yfirfara þá. Einnig er farið í almannatryggingakerfið og uppbyggingu og hlutverk lífeyrissjóða. Skráningu lýkur 16. apríl kl. 12:00.

Næst: 19/04/2021

Framsýn-Trúnaðarmannanám 3. hluti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 19/04/2021 - 20/04/2021
 • Tími: 09:00 - 14:30
 • Staður: Fundarsal Framsýnar

Lýsing

Megináhersla er lögð á grunntölur launaliða og launaútreikninga samkvæmt gildandi kjarasamningum, uppbyggingu launaseðla og mikilvægi þess að varðveita þá. Nemendur leysa verkefni tengdu efninu sem felst í að reikna út mánaðarlaun frá grunni ásamt frádráttarliðum. Nemendur kynnast almannatryggingakerfinu. Réttindi þeim tengdum. Einnig er farið í uppbyggingu lífeyrissjóða og hlutverk þeirra og samspil þessar tveggja kerfa. 

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Báran-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Á námskeiðinu er meðal annars farið ítarlega í hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Einnig er hlutverk trúnaðarmannsins. Skráningu lýkur 16/4 kl. 12:00.

Næst: 19/04/2021

Báran-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 19/04/2021 - 20/04/2021
 • Tími: 09:00 - 16:00
 • Staður: Fundarsal Bárunnar að Austurvegi 56, Selfossi

Lýsing

Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna. Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera? Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum. Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð. Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal