DAGATAL

Afl-Trúnaðarmanannám - 2. hluti

Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla.

Næst: 27/09/2021

Afl-Trúnaðarmanannám - 2. hluti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 27/09/2021 - 29/09/2021
 • Tími: 10:00 - 16:00
 • Staður: Staðarborg- Breiðdal

Lýsing

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða. Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta og mikilvægi varðveislu launaseðla. Nemendur kynnast þeim tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almanntryggingakerfið og uppbygginu og tilgang lífeyrissjóðakerfisins. Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna. Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim. 

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Stytting vinnutímans - iðngreinar

Farið verður í helstu reglur og útfærslur sem gilda um styttingu vinnutíma hjá starfsfólki í iðngreinum.

Næst: 30/09/2021

Stytting vinnutímans - iðngreinar

Upplýsingar

 • Dagsetning: 30/09/2021 - 30/09/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Staður: Guðrúnartún 1
 • Verð: 11.000 kr.

Lýsing

Fjallað verður um vinnutímastyttinguna sjálfa, undirbúning, framkvæmd og innleiðingu. Farið verður í helstu ákvæði kjarasamninga iðnaðarmanna um styttingu vinnutímans, virkan vinnutíma og deilitölur. Fjallað verður um gerð vinnustaðasamninga og yfirvinnuálög.

Einnig verða kynnt nokkur sýnidæmi um vinnustaðasamninga sem kennari hefur komið að.

Leiðbeinandi er Benóný Harðarson, sérfræðingur á kjara- og menntasviði VM.

ATH: NÁMSKEIÐIÐ FER EINNIG FRAM Í FJARFUNDI (TEAMS).

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

BSRB-Trúnaðarmannanám 1. hluti-Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn (a)

Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. 

Næst: 05/10/2021

BSRB-Trúnaðarmannanám 1. hluti-Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn (a)

Upplýsingar

 • Dagsetning: 05/10/2021 - 05/10/2021
 • Tími: 09:00 - 14:30
 • Staður: Fjarkennsla á vefnum

Lýsing

Megináhersla er lögð á uppbyggingu vinnumarkaðarins auk skipulags og hlutverka hagsmunasamtaka launafólks og laungreiðenda. Farið er í uppbyggingu stéttarfélaga, kjarasamningagerð, ráðningarsamninga, réttindagæslu og því baklandi sem félögin eru félagsmönnum. 

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Eining-Iðja - Trúnaðarmannanám-1. hluti

Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað.

Næst: 06/10/2021

Eining-Iðja - Trúnaðarmannanám-1. hluti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 06/10/2021 - 08/10/2021
 • Tími: 09:00 - 16:00
 • Staður: Fundarsal Einingar-Iðju - Skipagötu 14, Akureyri

Lýsing

Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkað. Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna. Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera? Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum. Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð. Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim. Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Samningatækni - fyrir samninganefndir stéttarfélaga

Í öllum samningaviðræðum gilda ákveðna leikreglur sem fara þarf eftir, sama hvað samið er um. Hér verður farið í helstu atriði sem þarf að hafa í huga í kjarasamningsviðræðum.

Næst: 07/10/2021

Samningatækni - fyrir samninganefndir stéttarfélaga

Upplýsingar

 • Dagsetning: 07/10/2021 - 07/10/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Staður: Guðrúnartún 1
 • Verð: 12.000 kr.

Lýsing

Á þessu námskeiði verður farið yfir ferli samningaviðræðna, allt frá undirbúningi til loka samningaferilsins– s.s. undirbúning, upphaf samningafunda, lausn deilumála, heiðarleg vinnubrögð, lesa í aðstæður og leiðir til að ná árangri, ákvarðanir, hvenær er niðurstöðu náð og hvernig komast má hjá átökum samningsaðila o.fl.

Farið er í samningsstöðu aðila, forgangsröðun, tilboðsgerð og svigrúm í samningum.

Markmið námskeiðsins er að þjálfa og undirbúa einstaklinga til þátttöku í samningaviðræðum þannig að þeir öðlist færni í að hlusta á það sem aðrir hafa fram að færa, taka ákvarðanir sem hópur og virða niðurstöður. 

Leiðbeinandi er Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Samiðnar og sérfræðingur í sáttamiðlun.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir