DAGATAL

Sameyki-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Vefnám. Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti.

Næst: 01/02/2021

Sameyki-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 01/02/2021 - 02/02/2021
 • Tími: 09:00 - 14:30

Lýsing

Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda. Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Eining-Iðja-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvað ekki og samskipti á vinnustað, hvað veldur slæmum samskiptum og hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skráningu lýkur 1. febrúar kl. 16.00.

Næst: 03/02/2021

Eining-Iðja-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 03/02/2021 - 05/02/2021
 • Tími: 09:00 - 14:30

Lýsing

Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkað. Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna. Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera? Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum. Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð. Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim. Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Efling-Trúnaðarmannanám 3. hluti íslenska

Á námskeiðinu verður meðal annars kynning á Vinnueftirlitinu og VIRK - starfsendurhæfingarsjóði. Farið verður í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraust. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hægt er að nýta þau í kjarasamningagerð. Skráningu lýkur 5. febrúar kl. 12:00.

Næst: 09/02/2021

Efling-Trúnaðarmannanám 3. hluti íslenska

Upplýsingar

 • Dagsetning: 09/02/2021 - 11/02/2021
 • Tími: 09:00 - 14:30

Lýsing

Nemendur kynnast starfsemi á Virk-starfsendurhæfingarjóðs og starfi ráðgjafa hans. Kynning á Vinnueftirlitinu, skyldum atvinnurekenda í vinnuvernd og trúnaðarmanna. Farið er í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti. Nemendur kynnast áhrifum skorts á sjálfstrausti og ýmsar birtingamyndir þess. Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvaða aðstæður geta haft áhrif á minnkandi sjálfstraust. Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun. Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Sigurlaug Gröndal

Taktu skrefið

ALMENNT NÁMSKEIÐ

Viltu setja aukinn kraft í undirbúning og framkvæmd í atvinnuleitinni?

Næst: 10/02/2021

Taktu skrefið

Upplýsingar

 • Dagsetning: 10/02/2021 - 10/02/2021
 • Tími: 09:00 - 12:00
 • Verð: 27,500 kr.

Lýsing

Þriggja klst. námskeið þar sem farið er í ferlið frá undirbúningi atvinnuumsóknar í sjálft umsóknarferlið, atvinnuviðtalið og umræður um vinnumarkað nútímans.

Lögð er áhersla á sjálfskoðum og gangasöfnun til að þátttakendur geti sem best fundið sinn farveg á vinnumarkaði og varðað sína leið.

Námskeiðið er í formi fyriresturs og verkefnavinnu þar sem þátttakendur gera ferilskrá og kynningarbréf.

Þátttakendum er boðið upp á einstaklingsviðtöl í framhaldi af námskeiði.

Leiðbeinandi er Helga Lind Hjartardóttir, náms- og starfsráðgjafi og eigandi Heillaráð Náms- og starfsráðgjöf.

Vakin er athygli á því að námskeiðið er boði sem fjarnám. Þátttakendur fá senda hlekk (Zoom) áður en námskeiðið hefst. 

Þátttakendum er bent á, að hægt er að sækja um styrki fyrir námskeiðsgjaldi hjá flestum stéttarfélögum.

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir

Virk hlustun og krefjandi samskipti

ALMENNT NÁMSKEIÐ

Samskipti eru stór hluti af lífi hvers og eins. Farið er yfir hagnýt ráð varðandi samtalstækni, orðanotkun, framkomu, viðhorf, virka hlustun og leiðir til að takast á árangursríkan hátt við krefjandi einstaklinga og samskipti.

Næst: 11/02/2021

Virk hlustun og krefjandi samskipti

Upplýsingar

 • Dagsetning: 11/02/2021 - 11/02/2021
 • Tími: 09:00 - 11:00
 • Verð: 14,500 kr.

Lýsing

Samskipti eru stór hluti af lífi hvers og eins. Farið er yfir hagnýt ráð varðandi samtalstækni, orðanotkun, framkomu, viðhorf, virka hlustun og leiðir til að takast á árangursríkan hátt við krefjandi einstaklinga og samskipti.

Helstu áhersluatriði:

Greining á því hvernig framkoma reynist þátttakendum erfiðust og hvers vegna.

Hvernig þátttakendum er tamt að bregðast við ágengri framkomu og til hvaða árangurs það leiðir.

Markmið námskeiðsins er að efla færni í krefjandi samskiptum með áherslu á virka hlustun.

Leiðbeinandi er Sigríður Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi og eigandi SHJ ráðgjöf.

Vakin er athygli á því að námskeiðið er boði sem fjarnám. Þátttakendur fá senda hlekk (Zoom) áður en námskeiðið hefst. 

Ábyrgðaraðili

Teacher avatar Guðrún Edda Baldursdóttir