04.24.2017

Með breytingum á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða sem taka gildi 1. júlí nk. verður lífeyrissjóðum m.a. gert skylt að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Félagsmálaskóli alþýðu stendur fyrir námskeiði þar sem tveir sérfræðingar á vegum DnB NOR Asset Management í Noregi fjalla um siðferðisleg viðmið í fjárfestingum lífeyrissjóða og reynsluna á Norðurlöndunum en DNB hefur m.a. unnið með norska olíusjóðnum við innleiðingu á slíkri stefnu.


Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:
Finn Agren, yfirmaður fagfjárfestasviðs hjá DnB NOR. 

Finn er með embættispróf í hagfræði (Master of Business and Economics) með áherslu á fjármál og reikningsskil, frá Norwegian School of Management í Osló. Hann hefur einnig sótt námskeið á háskólastigi á sviði lögfræði, verkefnastjórnun, o.fl.
Finn hefur starfað hjá DnB Nor Asset Management frá 2001 og hefur m.a. víðtæka reynslu af störfum með stofnanafjárfestum.


Karl G. Høgtun, verkefnastjóri ábyrgra fjárfestinga. 

Karl er með MBA frá Arizona State University og meistaragráðu í stjórnun (MIM) frá American School of Management (Thunderbird). Karl hefur víðtæka reynslu sem sjóðstjóri og ráðgjafi á sviði fjárfestinga. Karl hefur starfað hjá DNB Asset Management frá 1997 þar sem hann hefur gegnt ýmsum stöðum á sviði eignastýringar, þ.m.t. stýrt hlutabréfateymi bankans á norrænum mörkuðum.

DnB NOR Asset Management er rótgróið eignastýringarfyrirtæki með yfir 60 milljarða evra í stýringu og starfsemi í Osló, Stokkhólmi, Björgvin og Lúxemborg. Félagið er dótturfyrirtæki norska bankans DnB NOR.

Námskeiðið verður haldið á Icelandair Hótel Reykavík Natura,
mánudaginn 22. maí kl. 9-12.
Verð: 34.000 kr.
Skráning á heimasíðu Félagsmálaskólans: www.félagsmálaskoli.is

Til baka