11.10.2017

Með lögum um háskóla árið 2006, framhaldsskóla árið 2008 og framhaldsfræðslu árið 2010 eru námslok innan formlega menntakerfisins og námskrár innan framhaldsfræðslu tengdar við hæfniþrep sem eru skilgreind með hliðsjón af þeirri hæfni sem nemandi á að búa yfir við lok hvers þreps.

Nú hafa verið gefin út myndbönd á íslensku og ensku, þar sem tekin eru dæmi af því hvernig hvernig mismunandi námslok raðast á þrep og hvernig ramminn tengist hæfniramma Evrópu.

 

Hæfniramminn hefur tvíþættan tilgang; annars vegar að auka gagnsæi innan menntakerfis viðkomandi lands og hinsvegar að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa.  Íslenski hæfniramminn telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfnikröfur.  Þrepin endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til einstaklingsins er varða þekkingu, leikni og hæfni í verkefnum, vinnu og samskiptum. Hæfniramminn eykur þannig gagnsæi og varpar ljósi á þá hæfni sem einstaklingur býr yfir að loknu námi á tilteknu þrepi. Upplýsingar um hæfni má t.a.m. nýta í ferilskrá, við starfsþróun og í umsókn um  nám.

 

 

Til baka