06.26.2019

Úrslitastund er runninn upp í baráttunni gegn hamfarahlýnun af mannavöldum. Það þarf að bregðast við strax. Framtíð okkar veltur á því! Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hvetur því til aðgerða og vitundarvakningar í loftslagsmálum miðvikudaginn 26. júní og skorar á þig og þinn vinnustað að taka þátt. Atvinnulífið þarf að axla ábyrgð og allir vinnustaðir að leggja sitt að mörkum.

Félagsmálaskóli alþýðu leggur sitt af mörkum í baráttunni gegn hamfarahlýnun af mannavöldum og hvetur allt launafólk, og ekki síst trúnaðarmenn, til þess að taka málið upp á sína arma innan vinnustaða landsins. Orð eru til alls fyrst - ræðum málin á kaffistofunni og skoðum hvað við getum gert til þess að sýna meiri ábyrgð í umhverfismálum. 

Frá árinu 2005 höfum við upplifað 9 af 10 heitustu árum frá upphafi mælinga. Nú þegar eru 83 milljónir manna á flótta vegna hamfarahlýnunar og búsifja tengdum loftslagsbreytingum. Til viðbótar eru 72 milljónir starfa í heiminum í hættu vegna hlýnunar. Viðbragðsaðgerðir þurfa að líta dagsins ljós, frá atvinnulífinu, stjórnvöldum og almenningi.

Hér má nálgast verkfærakistu sem styðjast má við í umræðunni á þínum vinnustað um hamafarahlýnun af mannavöldum.

Samfélagsmiðlar #cPOW #ClimateProofOurWork #26June

 

Hvernig tek ég þátt?

  1. Taktu þátt!

Leggðu þitt af mörkum með því að skrá þig og þinn vinnustað!

  1. júní – Vektu vinnufélagana til umhugsunar!

Orð eru til alls fyrst!

Nýttu samfélagsmiðla, innra net, tölvupósta og kaffistofuspjall til að deila efni með samstarfsfólki og vekja umræður.

  1. Segðu frá!

Deildu á samfélagsmiðlum til að sýna að þú og þinn vinnustaður taki þátt í Heimsátaki gegn hamfarahlýnun af mannavöldum.

 

#cPOW #ClimateProofOurWork #26June

 

Hefur hamfarahlýnun af mannavöldum áhrif á þitt starf og vinnustað? Sendu tölvupóst þar sem sögum þátttakenda, á heimsvísu, verður safnað saman. Segðu frá því vinnustaðnum, hvort og hvernig hlýnun hefur áhrif á þitt starf og vinnuumhverfi. Ekki er verra ef mynd fylgir með!    campaigning@ituc-csi.org

Með því að senda myndir og myndbönd til ITUC samþykkir þú að þau geti verið birt á samfélagsmiðlum hreyfingarinnar. 

Til baka