11.12.2019

Undanfarin ár hafa tveir íslenskir fulltrúar sótt nám í Genfarskólanum, Norrænum Lýðháskóla, hverju sinni. Guðbjörg Kristmundsdóttir frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og Bryngeir Bryngeirsson frá BSRB voru fulltrúar Íslands síðasta sumar. Skólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum sem hafa áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar og þekkja til starfsemi stéttarfélaga og samtaka þeirra hér á landi.

Aðild að Genfarskólanum eiga MFA-samböndin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og hér á landi. Skólinn er haldinn samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf og dregur nafn sitt af því. Nemendur kynnast þinghaldinu og Alþjóðavinnumálastofnuninni ILO sem starfar að vinnumálum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar á ILO-þinginu eru frá stjórnvöldum, atvinnurekendum og samtökum launafólks um allan heim. Í skólanum kynnast þátttakendur norrænu samstarfi á vettvangi ILO og geta kynnt sér ýmis alþjóðasamtök verkalýðshreyfingarinnar sem starfa í tengslum við stofnunina.

Nýverið komu þau Guðbjörg og Bryngeir í hljóðvarpsspjall hjá ASÍ þar sem þau sögðu frá reynslu sinni af skólanum. 

Smelltu hér til að hlusta. Spjallið er um 12 mínútur. 

 

Til baka