01.30.2018
Félag náms- og starfsráðgjafa og námsbraut í náms- og starfsráðgjöf við HÍ boða til málþings um brotthvarf og stuðning við ungt fólk á leið sinni um skólakerfið og út í atvinnulífið.
Málþingið fer fram 15 febrúar, kl. 14 - 16 í Lögbergi 101.

Í samanburði við jafnaldra sína í nágrannalöndunum virðast íslensk ungmenni eiga erfiðara með að fóta sig í menntakerfinu, velja sér nám og finna starf við hæfi þegar á út á vinnumarkað er komið. Þetta birtist m.a. í óvenju miklu brotthvarfi nemenda og háum útskriftaraldri bæði á framhalds- og háskólastigi.

Hagsmunaðilar í íslensku samfélagi verða leiddir saman til að ræða hvernig bæta megi stöðu mála og líta í leiðinni til nágrannalandanna í þeim tilgangi.
Til baka