02.07.2019

Þriðjudaginn 19. febrúar býður Háskóli Íslands til spennandi málþings um notkun upplýsingatækni og samfélagsmiðla í náms- og starfsráðgjöf. 

Aðalfyrirlesari þingsins verður d. Jaana Kettunen, sérfræðingur við menntarannsóknastofnun Jyväskylä háskóla. Hún flytur erindið Youtube, Instagram and 21st century career practitioner en rannsóknir hennar lúta að hönnun og notkun uppplýsinga- og samskiptatækni og samfélagsmiðla í náms- og starfsráðgjöf.

Þá munu Arnar Þorsteinsson og Jónína Ó. Kárdal, náms- og starfsráðgjafar fjalla um stöðuna á þessum málaflokki hér á landi. 

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins mun svo taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fleiri góðum gestum. 

Málþingið er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands, aðalbyggingu, kl. 13-16, þann 19. febrúar. 

Þetta er spennandi viðburður og við hvetjum alla sem hafa áhuga á menntamálum og upplýsingatækni til að mæta. 

Smelltu hér til að lesa fréttina á vef Háskóla Íslands.

Til baka