NÁMSKRÁ

Samningatækni

Námslýsing:

Farið er yfir helstu hugtök í samningatækni. Megináhersla er lögð á að eðli og markmið samninga, grunnatriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna.  Áhersla er lögð á vandaðan undibúning, mark­miðasetningu, veikleika- og styrkleikagreiningar, mikilvægi samningsumboðs og tengslanets, einnig innri og ytri aðstæður sem geta haft áhrif á samningsstöðu.

Helstu efnisþættir:

Grunnatriði samningatækni, markmiðasetning, veikleika- og styrkleikagreiningar o.fl.

Markmið og hæfniviðmið:

Að nemendur:

  • Hafi öðlast þekkingu og skilning á helstu hugtökum sem notuð eru við samningagerð.
  • Þekki mikilvægi þess að upplýsa og virkja þá aðila sem verið er að semja fyrir,
  • Átti sig á algengustu mistökum sem gerð eru í samningaviðræðum og þá erfiðleika sem koma upp við samningagerð.
  • Hafi öðlast leikni í að setja fram raunhæf markmið og aðlaga markvissa upplýsingaöflun eftir aðstæðum.

Verði færir um að greina styrkleika og veikleika mála sem fjallað er um hverju sinni og setja fram raunhæf markmið, hlusta og setja upplýsingar fram á skýran hátt með viðeigandi orðalagi.