NÁMSKRÁ

Túlkun kjarasamninga – hagfræði

Námslýsing:
Í námskeiðinu verður farið yfir mikilvæg hugtök og viðfangsefni hagfræðinnar t.d. hagvöxt, landsframleiðslu, gengi, hagstjórn og verðbólgu. Jafnframt er lögð áhersla á að þátttakendur skilji samhengi þessara hugtaka við störf trúnaðarmannsins, kjarasamninga og launamyndun. Kafað verður í samspil lífskjara og vinnumarkaðarins við samkeppnishæfni og hagvaxtakenningar.

Farið verður yfir hvernig launamyndun á Norðurlöndunum er háttað út frá hagfræðilegu sjónarhorni og hver markmið kjarasamninga eru í nágrannalöndum.

Helstu efnisþættir:

Lífskjör, hagvöxtur, samkeppnishæfni og samspil þessara þátta við kjarasamninga og launamyndun.

Markmið og hæfniviðmið:

Að nemendur:

  • Þekki grunnhugtök hagfræðinnar og hafi þekkingu og skilning á samhengi þeirra við störf stéttarfélaga og trúnaðarmanna.
  • Skilji þá þætti sem hafa áhrif á lykilstærðir í efnahagslífinu sbr. hagvöxt, vinnumarkað, verðlag og gengi.
  • Geti hagnýtt sér þekkingu á undirstöðum hagfræðinnar við túlkun og skilning á kjarasamningum, hagstjórnaraðgerðum,