Almenn námskeið

Almenn námskeið eru ætluð félagsmönnum aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Við bendum á að í flestum tilfellum er hægt að sækja styrki til stéttarfélganna og starfsmenntasjóðanna vegna námskeiðsgjalda. 

Þekktu styrkleika þína – láttu þá skapa þér tækifæri í starfi

Að vera meðvitaður um eigin styrkleika, rækta þá og efla eykur árangur og ánægju í starfi. Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin styrleika og áskoranir í tengslum við eftirsótta færniþætti í atvinnulífinu á 21. öldinni og fjórðu iðnbyltinguna.
Næst: 12. feb.
Nánar

Aðgerðir gegn einelti og áreitni

Fræðandi og hagnýtt námskeið þar sem farið er yfir ýmsa þætti er varða einelti og áreitni. Ásamt því að fjalla um birtingarmyndir og skilgreiningar neikvæðra samskipta á vinnustað verður einnig farið yfir lög og reglugerðir sem um slík samskipti gilda.
Næst: 25. feb.
Nánar

Umhverfis- og loftslagsmál: Hvað get ég gert – hvernig get ég haft áhrif?

Fjallað um helstu áskoranir í umhverfismálum/loftlagsmálum og aðkomu starfsmanna/trúnaðarmanna að þeim á vinnustaðnum.
Næst: 10. mar.
Nánar

Falsfréttir! Hvað eru falsfréttir og hvernig er hægt að þekkja þær?

Umræðan um falsfréttir hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri, sérstaklega í pólitískum tilgangi.
Næst: Óákveðið
Nánar

Framtíðarspá - hvað ber framtíðin í skauti sér?

Erfitt reynist yfirleitt að spá fyrir um framtíðina, en þó er ljóst að miklar breytingar verða á stórum hluta starfa næstu árin, þar sem gerðar verðar aðrar kröfur til færni og þekkingar starfsmanna en verið hefur.
Næst: Óákveðið
Nánar

Tæknistreita (e. Technostress)

Með auknum hraða í daglegu lífi er stöðug krafa á einstaklinga að vera „ínáanlegir“ – hvar og hvenær sem er með snjalltækjunum sem við erum stöðugt með við höndina. Erfiðara er að fá hvíld, áreiti og truflun er stöðug. Notkun þessara tækja veldur streitu og andlegu álagi.
Næst: Óákveðið
Nánar