Um námskeiðið

Hlutverk trúnaðarmanns getur verið krefjandi. Trúnaðarmaður gegnir mörgum hlutverkum, ekki bara sem tengiliður og fulltrúi í sínu trúnaðarhlutverki heldur til dæmis sem starfsmaður, vinnufélagi og manneskja sem vill njóta frítíma. Þess vegna er mikilvægt að kunna að setja mörk.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 22. október 2019
  • Tími: 08:30 - 12:30
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð)
  • Verð: 21.000 kr.

Ath: Námskeiðið er einning í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

Farið er í mikilvægi þess að byrja á að þekkja sín mörk til að vita hvaða mörk þarf að setja, bæði til að vernda sjálfan sig og til að fara ekki út fyrir hlutverk sitt. Gefin eru ráð í samskiptatækni, til dæmis varðandi það að hafa áhrif á tímasetningar, stað og stund, svo sem aðstöðu og andrými til að sinna erindum. Lögð er áhersla á að láta ekki stýrast af framkomu, ójafnvægi eða óskipulagi annarra og að kunna að segja “nei” en að hafa samskipti skýr og vinsamleg.

Þannig ætti trúnaðarmaðurinn að auka líkur á jafnvægi í sínum hlutverkum jafnt sem málefnalegri og markvissri nálgun í þeim erindum sem hann fylgir eftir sem trúnaðarmaður.

Fræðsla, umræður, verkefni og hópavinna.

Fjarfundur - Þeir sem hyggjast sækja námskeiðið í fjarfundi skrá það í athugasemd í skráningarferlinu. 

Leiðbeinandi: Steinunn I. Stefánsdóttir, er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og er menntaður sálfræðingur og framhaldsmenntun á sviði leiðtogafærni og vinnusálfræði. 

Steinunn á og rekur Starfsleikni ehf., sem sérhæfir sig ráðgjöf, fræðslu og fyrirlestrum um vinnustaði, starfshópa, stjórnendur og starfsfólk. Hún sinnir t.d. einyrkjum, sjálfstætt starfandi aðilum, frumkvöðlum, athafnafólki, þeim sem sinna krefjandi hlutverkum og störfum auk þeirra sem standa á tímamótum vegna starfa.