Um námskeiðið

Góður trúnaðarmaður er leiðtogi meðal jafningja. Leiðtogi í þeim skilningi að vera trúverðug fyrirmynd sem er treyst fyrir sínu umboði, fyrirmynd sem heldur trúnað varðandi þau erindi eða umkvartanir sem hann fylgist með og fylgir eftir, en ekki síst sem fyrirmynd sem hefur jákvæð áhrif á vinnustaðinn með viðhorfi sínu, viðmóti, framkomu og athöfnum.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 21. nóvember 2019
  • Tími: 12:30 - 16:30
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð)
  • Verð: 21.000 kr.

Ath: Námskeiðið er einning í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

Markmiðið með þessu námskeiði er að styrkja leiðtogahæfni trúnaðarmanna. 

Þátttakendur munu að námskeiði loknu vera meðvitaðri um verkfæri og leiðir til að hafa jákvæð, hvetjandi og uppbyggileg áhrif á menningu, anda og samskipti á sínum vinnustað. Áhrif sem eru líkleg til að auka traust og bæta vinnuumhverfi.

Þannig ætti trúnaðarmaðurinn að finna aukið sjálfstraust sem leiðtogi í sínu hlutverki jafnt sem efla traust til sín sem trúnaðarmanns innan síns hóps, félags og vinnustaðar.

Leiðbeinandi:
Steinunn I. Stefánsdóttir, er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og er menntaður sálfræðingur og framhaldsmenntun á sviði leiðtogafærni og vinnusálfræði. 

Steinunn á og rekur Starfsleikni ehf., sem sérhæfir sig ráðgjöf, fræðslu og fyrirlestrum um vinnustaði, starfshópa, stjórnendur og starfsfólk. Hún sinnir t.d. einyrkjum, sjálfstætt starfandi aðilum, frumkvöðlum, athafnafólki, þeim sem sinna krefjandi hlutverkum og störfum auk þeirra sem standa á tímamótum vegna starfa.