Um námskeiðið

Fræðandi og hagnýtt námskeið þar sem farið er yfir ýmsa þætti er varða einelti og áreitni. Ásamt því að fjalla um birtingarmyndir og skilgreiningar neikvæðra samskipta á vinnustað verður einnig farið yfir lög og reglugerðir sem um slík samskipti gilda.

Upplýsingar

  • Dagsetning: Óákveðin
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð). Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi.
  • Verð: 21.000 kr.

Ath: Námskeiðið er einning í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

Námskeiðið er tvískipt – annars vegar fjallað um lög og reglur og hins vegar um andlega og sálfélagslega þætti, birtingamyndir og afleiðingar fyrir alla aðila - og vinnustaðinn. 

Á fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað um lög og reglugerðir sem eru í gildi um einelti, óviðeigandi hegðun og áreitni. Skilgreiningar laganna og hvað kemur fram í þeim; hver ber ábyrgð og í hverju felst sú ábyrgð? Eru einhverjar leiðir í boði til að tilkynna slíka hegðun?

Síðan verður fjallað um neikvæð samskipti, einelti og áreitni á vinnustað. Farið verður yfir skilgreiningar, helstu birtingarmyndir og áhrif á þann sem verður fyrir framkomunni sem og áhrif á aðra starfsmenn. Loks verður farið yfir hvernig megi fyrirbyggja að einelti og áreitni fái að þrífast á vinnustað og hvernig eigi að bregðast við þegar grunur er um einelti eða áreitni.

 

Leiðbeinendur eru Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ og Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu.