Um námskeiðið

Félagsörvun er árangursrík aðferð til að skapa öfluga liðsheild á skömmum tíma. Sterk liðsheild býr yfir samheldni, eindrægni og hreinskiptni sem grundvallast á trausti.

Upplýsingar

  • Dagsetning: Óákveðin
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð.
  • Verð: 14000,-

Námskeiðið er opið öllum.

Notaðar eru skapandi og valdeflandi aðferðir félagsörvunarinnar (e. sociometry) til að hvetja hvern og einn til að skoða stöðu sína sem einstaklingur og sem hluti hóps. Unnið er með viðfangsefni úr daglegu lífi þátttakanda og grunnur lagður að því trausti sem hver hópur þarf til að ná markmiðum sínum. Námskeiðið byggir ekki á fyrirlestrum heldur samvinnuverkefnum og leiddum samtölum um lærdóminn sem draga má af vinnu hópsins.

Markmið námskeiðsins er efla þátttakendur í daglegu lífi og starfi og þjálfa færni þeirra í að ná árangri sem einstaklingar og hluti hóps.

Leiðbeinandi