Um námskeiðið

Rýnt og rætt um hvernig hin formlegu og óformlegu völd hafa áhrif á stöðu fólks á vinnumarkaði og í samningaviðræðum.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 13. nóvember 2019
  • Tími: 13:00 - 16:00
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð)
  • Verð: 19.000 kr.

Ath: Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi (fjarkennsla). 

Farið verður yfir lög um jafna meðferð á vinnumarkaði sem fjalla um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Þá verður fjallað um kenningar um völd og valdbeitingu í samfélaginu, á vinnumarkaði og í samningaviðræðum. Loks er fjallað um samningatækni og mismunandi stöðu fólks og hvernig ólíkir hópar geta beitt samningatækni.

Sonja, Drífa og Silja Bára segja frá eigin reynslu og miðla þekkingu á ólíkum sviðum sem tvinnast saman í yfirskriftinni: Fjölbreytileiki, völd og samningsstaða á vinnumarkaði. Hvað getum við lagt af mörkum til að opna samfélagið, veraklýðshreyfinguna og vinnustaðinn svo allir njóti jafnræðis?

Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Trúnaðarmönnum er bent á að hafa samband við sitt stéttarfélag vegna greiðslu námskeiðsgjalds. Aðrir greiða sjálfir námskeiðsgjald, en er bent á styrki sem mörg stéttarfélög veita úr fræðslusjóðum til þátttöku á námskeiðum.

Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands og hefur áður kennt námskeið um kyn, völd og virðingu út frá kenningum um drottnunaraðferðir og aðra valdbeitingu.

Dr. Silja Bára Ómarsdóttir er dósent í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild HÍ, formaður Jafnréttisráðs og stjórnarkona í Rauða krossi Íslands og Alþjóðamálastofnun HÍ. Hún kennir m.a. samningatækni.

Sonja Þorbergsdóttir er formaður BSRB og var fulltrúi bandalagsins í starfshópi um gerð frumvarps til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.