Um námskeiðið

Alveg sama hver ástæðan er, - atvinnumissir eða skipulag - þá er mikilvægt fyrir alla að halda utan um öll þau gögn og upplýsingar sem staðfesta og sýna færni og þekkingu einstaklinga. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið í mikilvægi þess að safna gögnum í færnimöppu en í seinni hlutanum hvernig setja skal upp ferilskrá og kynningarbréf.

Upplýsingar

  • Dagsetning: Óákveðin
  • Staður: Grettisgata 89, 1. hæð (húsnæði BSRB)

Athugið: Námskeiðið er tvö skipti - þriðjudagur 8. sept. og fimmtudagur 10. sept. kl. 9:00 - 12:00 hvorn daginn. Námskeiðið er opið öllum.

Fyrri hluti - færnimappa

Þátttakandi vinnur að gerð færnimöppu. Í möppuna safnar hann helstu upplýsingum um sig, s.s. prófskírteinum, staðfestingu á námi/námskeiðum, réttindum, upplýsingum um tölvukunnáttu, tungumálaþekkingu og aðra færni og þekkingu sem hann býr yfir. Færnimappan kemur því til með að innihalda safn ýmissa gagna og upplýsinga sem staðfestir hæfni þátttakanda og nýtist honum m.a. í atvinnuleit.

Seinni hluti – ferilskrá og kynningarbréf

Þátttakendur fá aðstoð og ráðgjöf við uppsetningu og útlit við gerð ferilskrár. Jafnframt verður farið í uppsetningu og orðalag við gerð kynningarbréfa og mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga til að ná athygli lesandans.

 

Markmið námskeiðsins er að efla þátttakendur í atvinnuleit, þ.e. aðstoða og koma þátttakendum af stað í öflun nauðsynlegra gagna um hæfni og færni, skráningu þeirra og skipulagi og hvernig best er að setja upp ferilskrár og kynningarbréf.

 

 Dagsetning verður auglýst síðar!