Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið yfir hinn formlega feril við gerð kjarasamninga, tegundir samninga á vinnumarkaði, atkvæðagreiðslu þeirra og boðun verkfalla. Fjallað er um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldunnar og samningsrof, um heimildir og umboð samninganefnda, hlutverk, heimildir og stöðu ríkissáttasemjara,

Upplýsingar

  • Dagsetning: 15. janúar - 22. janúar 2019
  • Tími: 16:00 - 18:00
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð)
  • Verð: 21.000 kr.

Ath: Námskeiðið er einnig í fjarfundi (fjarkennsla).

Námskeiðsdagar: Þriðjudagur 15. jan., fimmtudagur 17. jan. og þriðjudagur 22. jan. Námskeiðið er í þrjú skipti, 2 klst. í senn.

Á námskeiðinu verður farið yfir hinn formlega feril við gerð kjarasamninga, tegundir samninga á vinnumarkaði, atkvæðagreiðslu þeirra og boðun verkfalla. Fjallað er með almennum hætti um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldunnar og samningsrof, um heimildir og umboð samninga­nefnda, hlutverk, heimildir og stöðu ríkissáttasemjara, o.fl. Farið verður í tilhögun atkvæðagreiðslna um kjarasamninga, leynilegar allsherjaratkvæðagreiðslur og póstatkvæða­greiðslur. Sérstaklega verður fjallað um boðun og framkvæmd verkfalla. 

Markmið

Markmið námskeiðsins er þeir félagsmenn stéttarfélaga og starfsmenn sem koma með beinum hætti að gerð og viðræðum um kjarasamninga þekki þær formreglur sem gilda á þessu sviði. 

 

 Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta:

  1. Tegundir samninga á vinnumarkaði. (2 klst.)

Í þessum fyrsta hluta verður fjallað um sögu kjarasamningsréttarins, sérstöðu kjarasamninga og gildi þeirra og tilhögun atkvæðagreiðslna.  Farið verður yfir muninn á milli aðalkjarasamninga, fyrirtækjasamninga, sérkjarasamninga, vinnustaðasamninga og ráðningarsamninga.  Jafnframt verður fjallað um heimildir og umboð samninganefnda.

 

  1. Hverja bindur friðarskylda – aðgerðir undir friðarskyldu. (2 klst.)

Í öðrum hlutanum verður farið yfir friðarskyldu, hvað hún er, hvers vegna er hún til og hverja bindur hún. Þá verður fjallað um kjarasamninga  atvinnurekendur utan heildarsamtaka, mörk ólöglegra og löglegra aðgerða sem heyra undir friðarskyldu.

 

  1. Boðun og framkvæmd verkfalla. (2 klst.)

Í þriðja og síðasta hlutanum verður fjallað um það hvernig standa beri að undirbúningi atkvæðagreiðslu um verkföll, framkvæmd atkvæðagreiðslu og nauðsynleg skilyrði fyrir boðun verkfalla og hlutverk ríkissáttasemjara. Farið verður yfir meginreglur sem hafa mótast um framkvæmd verkfalla (allsherjarverkföll, takmörkuð verkföll, skæru verkföll, hluta verkföll), verkfallsvörslu, hverjum heimilt sé að vinna í verkfalli og frestun og aflýsingu verkfalla. Þá verður fjallað um ábyrgð stéttarfélaga á ólögmætum samningsrofum.