Um námskeiðið

Mikilvægt er, að við sem einstaklingar hugum að breytingum á neysluhegðun okkar, allt hefur áhrif á umhverfið. Það skiptir því máli hvað við gerum en það þýðir að við þurfum að læra og hugsa margt upp á nýtt.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 12. nóvember 2020
  • Tími: 09:00 - 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð. Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi.
  • Verð: 14000,-

Ath: Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi (fjarkennsla).
Námskeiðið er opið öllum.

Það er óumdeilt að áhrif loftlagsbreytinga gætir nú þegar á Íslandi og munu aukast ef eitthvað er. Áhrifin á náttúruna eru augljós t.d. með bráðnun jökla og hlýnunar hafsins. En áhrifin á samfélagið eru kannski ekki eins augljós við þessar breytingar og um leið vinnumarkaðinn. En þetta eru þættir sem snerta okkur í daglegu lífi, ekki eingöngu heima, heldur líka á vinnustaðnum og alls staðar í samfélaginu. En hver eru áhrifin á okkar daglega líf og hvað getum við gert til að breyta þessu og hafa áhrif til góðs á umhverfið? Skiptir máli, hvað við sem einstaklingar og neytendur gerum?   Hver er neysla okkar og kauphegðun almennt. Hvað getum við gert til að breyta þessum þáttum?

  • Matarsóun
  • Samgöngur og ferðamáti
  • Fataiðnaður, fatakaup og kolefnisspor hans
  • Hverjir eru helstu losunarvaldar neytandans  
  • Önnur neysla almennt

 

En hvað gerist ef ekkert er að gert? Hvernig getum við brugðist við og á hvaða hátt? Skiptir máli það sem við gerum dags daglega? Getum við breytt hegðun okkar, siðum og venjum?

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á umhverfismálum og hvað við sem einstaklingar og ekki síður neytendur getum gert til að leggja okkar af mörkum til að draga úr áhrifum sem hegðun okkar hefur á umhverfið.

 

Markmið námskeiðsins: Að þátttakendur endurhugsi og endurskoði kauphegðun og neyslumynstur sitt og velti fyrir sér þeim áhrifum sem einstaklingar og hegðun þeirra hefur óhjákvæmilega á umhverfið og náttúruna.

Leiðbeinendur eru sérfræðingar í umhverfis- og neytendamálum.