Um námskeiðið

Streita er hugtak sem hefur verið áberandi í orðræðunni síðastliðin misseri. En hvað er streita og getur tækni haft áhrif á styrk eða birtingamynd hennar? Er streita einhvern tíma hjálpleg?

Upplýsingar

  • Dagsetning: Óákveðin
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð). Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi.
  • Verð: 21.000 kr.

Ath: Námskeiðið er einning í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

  • Kynning á streitukerfi (lífeðlisfræðilegar orsakir og afleiðingar)
  • Almennir streituvaldar (innri og ytri áhrifaþættir)
  • Hvenær er streita hjálpleg og jafnvel frábær
  • Hvaða einkenna gætir í streituvaldandi aðstæðum (líkamleg, andleg, hegðun)
  • Áhrif tækni í daglegt líf fólks – skipulag eða skaðvaldur í streitu? (niðurstöður rannsókna)
  • Hjálpleg bjargráð og úthald þegar streituvaldar verða miklir
  • Forvarnarstarf og sefkerfisvinna

Tímasetning auglýst fljótlega.

 

Leiðbeinandi er Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur hjá Auðnast, en hún er með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð og hefur séð um handleiðslu hópa og einstaklinga. (Sjá https://www.audnast.is/)