Um námskeiðið

Fjallað um helstu áskoranir í umhverfismálum/loftlagsmálum og aðkomu starfsmanna/trúnaðarmanna að þeim á vinnustaðnum.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 10. mars 2020
  • Tími: 09:00 - 12:00
  • Staður: Grettisgata 89 (Húsnæði BSRB), 1. hæð. Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi.
  • Verð: 21.000 kr.

Ath: Námskeiðið er einning í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

Auðvelt er að gera breytingar heimavið þar sem við stjórnum, en hvernig getum við haft áhrif á umhverfisvitund atvinnurekenda og samstarfsmanna?  

-         Verkalýðshreyfingin og loftslagsmál  

-    Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda

-         Umhverfisstefna vinnustaða og eftirfylgd hennar

-    Hvað getur trúnaðarmaður/starfsmaður gert á sínum vinnustað til að taka fyrstu skrefin og fylgja eftir

-         Kolefnisfótspor og kolefnisjöfnun

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur (trúnaðarmenn og starfsmenn) þekki helstu losunarvalda á Íslandi, geti vakið áhuga stjórnenda og samstarfsfólks á umhverfis- og loftslagsmálum og unnið að leiðum til að sinna umhverfismálum betur á hverjum vinnustað.

 

Leiðbeinandi er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB