Um námskeiðið

Umhverfismál skipar stöðugt stærri sess í lífi okkar, hvort sem er í vinnu eða einkalífi. En hvað er átt við þegar talað er um umhverfismál, hvaða þættir eru það?

Upplýsingar

  • Dagsetning: 06. október 2020
  • Tími: 09:00 - 13:00
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð. Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi.
  • Verð: 12000,-

Ath: Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi (fjarkennsla).
Námskeiðið er opið öllum.

Á námskeiðinu verður fjallað um helstu þætti umhverfismála, hverjir eru þeir, hvað felst í þeim og hvernig snerta þeir daglegt líf okkur. Hvað er það sem við, sem einstaklingar og neytendur getum gert?

  • Loftlagsbreytingar: Helstu hugtök.
  • Aðgerðaráætlun: Hvað felst í slíkri áætlun, hverjar eru skuldbindingar, aðgerðir stjórnvalda og ábyrgð Íslands. Hvernig snertir þetta einstaklinga og vinnumarkaðinn?
  • Breytingar á atvinnulíf og vinnumarkað í kjölfar loftslagsbreytinga: Réttlát umskipti, græn störf, hringrásarhagkerfi, auðlindanýting.
  • Ábyrgð okkar sem neytendur: Hvað getum við gert?

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki helstu hugtök og þau umfjöllunarefni sem fjallað er um í  tengslum við loftlagsbreytingar,  umhverfismál, vinnumarkaðinn og einstaklingana sem neytendur.