Forystufræðsla ASÍ og BSRB

Forystufræðsla ASÍ og BSRB
-fyrir stjórnir og starfsfólk stéttarfélaga

Heildarsamtök stéttarfélaga á vinnumarkaði, ASÍ og BSRB, hafa tekið höndum saman um sameiginlega fræðslu fyrir starfsfólk sitt og stjórnir með það fyrir augum að mæta breyttum tímum, nýjum áherslum og viðameiri verkefnum.

Aðildarfélög ASÍ og BSRB gegna margþættu hlutverki við að bæta hag og verja hagsmuni félagsmanna og hyggjast með Forystufræðslunni miðla, ræða og þróa áfram þekkingu og aðferðir innan samtakanna og efla um leið fagmennsku og lýðræðisleg vinnubrögð.

Ef þú starfar hjá stéttarfélagi, sinnir stjórnarstörfum eða tekur þátt í komandi kjarasamningum þá getur þú valið úr fjölda námskeiða sem henta þínum þörfum. Þú getur valið eitt námskeið eða öll og fengið allar upplýsingar hér fyrir neðan. Stéttarfélögin kosta þátttöku síns fólks.

Forystufræðsla: 5-4-1: Leikskipulag fyrir árangursríka fundi

Stutt og hagnýtt námskeið til þess að hjálpa þér við að halda réttu fundina á árangursríkari hátt.
Næst: 28. apr.
Nánar

Forystufræðsla: Gagnrýnin hugsun og ákvarðanataka

Fjallað verður um hvað felst í gagnrýnni hugsun, hvað er átt við með henni og hvernig beitum við henni í daglegu lífi og samskiptum. Fagleg samskipti geta reynst flókin og erfið. Jafnvel einföldustu ákvarðanir eiga það til að draga dilk á eftir sér
Næst: 12. maí
Nánar