Um námskeiðið

Námskeiðið hefur verið fellt niður.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 16. september 2019
  • Tími: 13:00 - 16:00
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð)
  • Verð: 21.000 kr.

Ath: Námskeiðið er einning í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

Það hefur ekki farið framhjá neinum að fjöldi þeirra sem upplifa kulnun í lífi og starfi hefur fjölgað mikið hin síðari ár. Hvað er kulnun og þekkir þú líkamleg og andleg einkenni vegna viðvarandi álags?

Á námskeiðinu er fjallað um einkenni kulnunar, mikilvægi sjálfsþekkingar og hvernig við getum áttað okkur á rauðu ljósunum þegar þau fara að blikka. Skoðuð eru tengsl sjálfsmyndar við kulnun og mikilvægi þess að geta sett sjálfum sér og öðrum mörk. Þá eru farið yfir hvaða ytri og innri þættir það eru sem hafa áhrif á okkur og hvernig við getum brugðist við.

Verkefni og umræður.

Anna Lóa er grunnskólakennari frá KHÍ, náms- og starfsráðgjafi frá HÍ og með diplóma í sálgæslu. Hún er eigandi Hamingjuhornsins og hefur starfað sem ráðgjafi, kennari, pistlahöfundur, atvinnulífstengill og fyrirlesari hin síðari ár.