Um námskeiðið

Fjallað er um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og leiðbeint um, hvernig best er staðið að stjórnarstarfi. Einnig er fjallað um ábyrgð stjórnarmanna hvað varðar fjárreiður og mikilvægi að viðhalda góðum vinnubrögðum.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 03. nóvember - 05. nóvember 2020
  • Tími: 09:00 - 13:00
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð. Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi.
  • Verð: 26000,-

Ath: Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

Námskeiðið er tvö skipti, þriðjudagur 3. nóv. og fimmtudagur 5. nóv. kl. 9:00 - 13:00 , þ.e. 4 klst. hvort skipti.

Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað almennt um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og veita leiðbeiningar um hvernig best verði staðið að framkvæmd stjórnarstarfa m.t.t. skilvirkni og gagns fyrir stéttarfélögin. Tekin verða fyrir atriði er varða árangursríkt stjórnarsamstarf, ákvarðanatöku, fundarboðun, fundarstjórn, starfsreglur, vanhæfi, siðferði og upplýsingaflæði til stjórnar.

 

Seinni hluti námskeiðsins fjallar um hversu mikilvægt er að sinna fjárreiðum stéttarfélaga af ábyrgð og fagmennsku. Lögð verður áhersla á ábyrgð stjórna og mikilvægi þess að festa góð vinnubrögð í sessi, s.s. formlegar bókanir um fjármál í fundargerðum. Þátttakendur fá leiðbeiningar um fjárhagsáætlanir, uppsetningu og lestur ársreikninga, efnahagsreikninga, umsýslu sjóða, samþykkt reikninga, ábyrgð og innri endurskoðun, kynningar á reikningum fyrir félagsmenn og innsýn í reglugerðir sem varða þessi mál.

 

Markmið námskeiðsins

Að efla færni þátttakenda til stjórnarsetu í stéttarfélögum.
- Að efla færni þátttakenda við umsjón á fjárreiðum innan stéttarfélaga. 
- Að þátttakendur öðlist skilning á ábyrgð sinni á fjárreiðum innan stéttarfélaga.