Um námskeiðið

Vinnustofa með fyrirlestrum, hópverkefnum og umræðum. Fjallað um hagnýt ráð og aðferðir til að geta staðið fyrir framan hóp fólks og talað af öryggi. Tilvalið fyrir þá sem þurfa starfa sinna vegna að halda ræður eða kynningar.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 11. nóvember 2020
  • Tími: 09:15 - 12:15
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð. Námskeiðið er einnig kennt í fjarfundi.
  • Verð: 17000,-

Ath: Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

 

Um er að ræða vinnustofu með fyrirlestrum, hópverkefnum og umræðum. Fjallað verður um hagnýt ráð og aðferðir til að takast á við sviðsskrekk, efla samskiptafærni og koma fram af öryggi. Þetta er tilvalið fyrir þá sem þurfa starfs eða stöðu sinna vegna að koma fram og halda ræður eða kynningar.

 

Á námskeiðinu verður farið í

  • Undirbúning kynninga/ræður
  • Að takast á við sviðsskrekk
  • Tækni við góða kynningarræðu
  • Líkamsstaða og ímyndasköpun
  • Hvað virkar og hvað virkar ekki í ræðupúlti

 

Leiðbeinandi er Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, en hún á að baki 30 ára farsælan feril í fjömiðlum, hefur skrifað bækur um samskipti og tjáningu og kennir við Háskólann á Bifröst.

Leiðbeinandi