Um námskeiðið

Allir þurfa á einhverjum tímapunkti að takast á við ágreining og deilur í starfi sínu. Deilur á vinnustað geta verið gífurlega kostnaðarsamar fyrir fyrirtæki og oft fær ágreiningur að stigmagnast allt of lengi vegna óvissu og stefnuleysis um hvernig best er að takast á við deilumálið.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 03. mars 2020
  • Tími: 09:00 - 12:00
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð). Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi.
  • Verð: 21.000 kr.

Ath: Námskeiðið er einning í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

Sáttamiðlun er áhrifamikil og einföld leið til að leysa ágreinings- og deilumál á vinnustöðum og hér verður fjallað sérstaklega um hvaða verkfærum hægt er að beita til að grípa fyrr inn í og leysa ágreining farsællega.

Lögð er áhersla á verkfæri sáttamiðlunar og hvað það er sem sáttamiðlari gerir til þess að aðstoða við úrlausn deilumála. Innsýn er veitt í hvað það er sem veldur helst deilum á vinnustöðum og hvernig við getum gripið inn í sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að ágreiningur og deilur stigmagnist.

Markmið

Auk þess að öðlast dýpri skilning á sáttamiðlun sem aðferð, ættu þátttakendur að geta nýtt sér verkfærin í kistu sáttamiðlarans til þess að grípa inn í ágreinings- og deilumál á fyrri stigum. Farið verður í gegnum verklegar æfingar til þess að auka færni þátttakenda í því að nýta sáttamiðlun til það leysa ágreiningsmál.

 

 

Leiðbeinandi