ASÍ og BSRB, hafa tekið höndum saman um sameiginlega fræðslu fyrir starfsfólk sitt og stjórnir með það fyrir augum að mæta breyttum tímum, nýjum áherslum og viðameiri verkefnum. Aðildarfélög BSRB og ASÍ gegna margþættu hlutverki við að bæta hag og verja hagsmuni félagsmanna og hyggjast með Forystufræðslunni miðla, ræða og þróa áfram þekkingu og aðferðir innan samtakanna og efla um leið fagmennsku og lýðræðisleg vinnubrögð. Ef þú starfar hjá stéttarfélagi, sinnir stjórnarstörfum eða tekur þátt í komandi kjarasamningum þá getur þú valið úr fjölda námskeiða sem henta þínum þörfum.

Forystufræðsla

Forystufræðsla - Ertu að brenna kertið í báða enda?

Það hefur ekki farið framhjá neinum að fjöldi þeirra sem upplifa kulnun í lífi og starfi hefur fjölgað mikið hin síðari ár. Hvað er kulnun og þekkir þú líkamleg og andleg einkenni vegna viðvarandi álags?
Næst: 16. sep.
Nánar

„Fúli félagsmaðurinn“ - hagnýtt námskeið um leiðir til að takast á við krefjandi aðstæður

Öll getum við lent í erfiðum aðstæðum þegar tekið er á móti krefjandi samstarfsfólki og félagsmönnum, einstaklingum sem eru ósáttir einhverja hluta vegna og láta þessa óánægju og reiði bitna á öðrum.
Næst: 09. okt.
Nánar

Forystufræðsla - Mótun og miðlun upplýsinga - færni á samskiptamiðlum (apríl)

Samfélags- og samskiptamiðlar eins og Facebook, Twitter, Linkedin, Instagram og Pinterest, bjóða fjölmarga möguleika en í þeim geta einnig falist hættur séu þeir ekki rétt nýttir.
Næst: Óákveðið
Nánar