Undanfarin ár hefur vaxandi áhersla verið lögð á jafnréttis¬málin og að tvinna saman jafnréttisbaráttuna og málefni fjölskyldunnar í heild. Jafn réttur og jöfn tækifæri kvenna og karla til launa og starfa eru grundvallar–mannréttindi og mikilvægt að afhjúpa og uppræta kynbundinn launamun. Mikilvægt er að konum og körlum sé gert mögulegt að samræma sem best fjölskylduábyrgð og þátttöku á vinnumarkaði, óháð fjölskylduformi. Eitt helsta viðfangsefni námslínunnar er að kynna þátttakendum hvað felst í hugtakinu jafnrétti, m.t.t. allra sviða þjóðfélagsins, s.s. kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, aldurs, trúar, tungumáls, búsetu, stjórnmálaskoðana, þjóðernis, félagslegrar stöðu, fötlunar eða efnahags. Það er ekki eingöngu jafnréttismál heldur þjóðhagslega hagkvæmt að jafnrétti sé tryggt á vinnumarkaði.

Jafnréttisfræðsla