Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur víðtæka reynslu af verkalýðsmálum. Hann var formaður Félags bifvélavirkja (síðar Bíliðnafélagið) um alllangt skeið. Þá sat hann í stjórn Lífeyrissjóðs málm-og skipasmiða, síðar Sameinaða lífeyrissjóðsins. Hann hefur starfað hjá ASÍ síðan 2003.