Halldór Grönvold

Halldór hefur starfað fyrir samtök launafólks síðan 1983. Fyrst fyrir Iðju, félag verksmiðjufólks og síðan Alþýðusamband Íslands frá árinu 1993, fyrst sem skrifstofustjóri og síðan aðstoðarframkvæmdastjóri. Hann er með BA gráðu í félagsfræði frá HÍ og MA gráðu í Vinnumarkaðsfræðum frá Bretlandi. Þá hefur hann verið stundakennari við Háskóla Íslands og kennt á námskeiðum Félagsmálaskólans og einnig flutt fyrirlestra víða um efni er varða vinnumarkaðinn og hagsmuni launafólks.