Maríanna Traustadóttir

Maríanna hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna frá árinu 2000. Fyrst sem framkvæmdastjóri Starfsafls starfsmenntasjóðs og frá árinu 2005 sem sérfræðingur á skrifstofu ASÍ. Hún er með MA gráðu í félagsmannfræði með sérstaka áherslu á jafnréttis- og loftlagsmál. Maríanna hefur verið leiðbeinandi um langt skeið, m.a. í Námsflokkum Reykjavíkur, Mími og Félagsmálaskólanum.