Lífeyrissjóðsnámskeið

Félagmálaskólinn, í samvinnu við fræðslunefnd Landssamtaka lífeyrissjóða, býður sérhæfð námskeið fyrir stjórnir og starfsmenn lífeyrissjóða þar sem fjallað er um ýmis hagnýt viðfangsefni á sviði lífeyrismála.

Ársreikningar og skýrslur lífeyrissjóða

Fjallað verður um lög og reglugerðir er gilda um ársreikninga lífeyrissjóða og upplýsingagjöf í ársskýrslum sjóðanna.
Næst: 20. feb.
Nánar

Yfirlitsnámskeið um lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða

Tveggja daga yfirlitsnámskeið um íslenska lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða. Farið er yfir helstu þætti er snerta hlutverk og starfsumhverfi þeirra, fjallað um réttindakerfið, lagaumhverfi sjóðanna, eignir og fjárfestingaheimildir auk þess sem rætt er um hlutverk stjórnarmanna og hæfi þeirra.
Næst: 05. mar.
Nánar

Tryggingafræðilegt mat

Fróðlegt og hagnýtt námskeið um tryggingafræðilegar athuganir sem lífeyrissjóðum ber að framkvæma árlega á starfsemi sjóðsins sem segir til um getu hans til að standa undir skuldbindingum.
Næst: 19. mar.
Nánar

Hvernig geta lífeyrissjóðir verið samfélagslega ábyrgir fjárfestar?

Hvernig ástunda lífeyrissjóðir samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni og fjárfestingum og samræmist það meginhlutverki þeirra við hámarka lífeyrir landsmanna?
Næst: 20. apr.
Nánar

Fellur niður - Lestur ársreikninga við fjárfestingaákvarðanir

Hagnýtt og hnitmiðað námskeið þar sem farið er yfir allt sem þú þarft að vita varðandi lestur ársreikninga.
Næst: Óákveðið
Nánar