Um námskeiðið

Athugið að námskeiðið er frá 15:00 - 18:00. Fjallað er lífeyrisréttindi í þremur stoðum lífeyriskerfisins, almannatryggingum, skyldubundnum samtryggingarsjóðum og séreign og rætt um muninn á þessum kerfum og samspil þeirra á milli.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 19. september 2019
  • Tími: 15:00 - 18:00
  • Staður: Guðrúnartún 1 - 1. hæð. Einnig verður boðið uppá námskeiðið í fjarfundi
  • Verð: 34000,-

Námskeiðið er yfirlitsnámskeið um uppbyggingu lífeyrisréttinda hér á landi. Fjallað er um lífeyrisréttindi í þremur stoðum lífeyriskerfisins, almannatryggingum, skyldubundnum samtryggingarsjóðum og séreign og rætt um muninn á þessum kerfum og samspil þeirra á milli.  Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um uppbyggingu réttinda og tryggingarvernd í samtryggingardeildum  lífeyrissjóða og rætt um þær áskoranir sem kerfið stendur frammi fyrir á næstu árum.