Um námskeiðið

Fjallað verður um skyldur og áskoranir lífeyrissjóðanna í tengslum við nýlega löggjöf um persónuvernd.

Upplýsingar

  • Dagsetning: Óákveðin
  • Staður: Eingöngu í boði í fjarfundi
  • Verð: 34000,-

Ath: Námskeiðið er eingöngu í boði í fjarfundi (fjarkennsla).

Vekjum athygli á tímasetningu - kl. 15:00 - 18:00.

Fjallað verður um skyldur og áskoranir lífeyrissjóðanna í tengslum við nýlega löggjöf um persónuvernd.  Einnig verður farið yfir meðferð og skráningu persónuupplýsinga, persónuverndarstefnu og hlutverk persónuverndarfulltrúa í starfsemi lífeyrissjóða. 

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom sem margir þekkja í dag. Kerfið er einfalt í notkun en þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, en einnig er gott að hafa myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema, en þó ekki nauðsynlegt. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.