Um námskeiðið

ATHUGIÐ! AÐ NÁMSKEIÐINU HEFUR VERIÐ FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA ÁSTANDSINS Í ÞJÓÐFÉLAGINU.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 20. apríl - 21. apríl 2020
  • Tími: 09:00 - 16:00
  • Staður: Blönduvirkjun

Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélaganna, hvernig félgasmenn ávinna sér rétt í hinum ýmsu stuðningssjóðum þeirra, svo sem sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntajsóðum. Nemendur læra einnig túlkun á helstu atriðum gildandi kjarasamninga og þeirra atriða sem skipta hvað mestu máli á vinnustað. Nemendur læra helstu reiknitölur launaútreikninga, svo sem dagvinnukaup, yfirvinnukaup, stórhátíðarkaup, vaktarálög. Einnig útreikninga á iðgjöldum og staðgreiðslu skatta. Lokaverkefni er útreikningur á fullum mánaðarlaunum auk allra frádráttarliða.