Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður meðal annars kynning á VIRK - starfsendurhæfingu og á Vinnueftirlitinu og vinnuvernd. Farið verður í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraust.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 27. apríl - 28. apríl 2020
  • Tími: 09:00 - 15:45
  • Staður: Fundarsal BSRB að Grettisgötu 89, Reykjavík

Kynning á Virk-starfsendurhæfingar—sjóðnum og starfi ráðgjafa þess. Kynning á Vinnueftirlitinu-skyldum atvinnurekenda í vinnuvernd og trúnaðarmanna. Farið er í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti. Nemendur kynnast áhrifum skorts á sjálfstraust og ýmsar birtingamyndir þess. Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvaða aðstæður geta haft áhrif á minnkandi sjálfstraust.