Um námskeiðið

Nemendur kynnast uppbyggingu stéttarfélaga og hlutverki þeirra ásamt heildarsamtökum. Farið er í samskipti stéttarfélags og trúnaðarmanna og hvernig virkja má félagsmenn til þátttöku. Farið er í lög um vinnurétt sem er grunnur gildandi kjarasamninga. Einnig er farið í samskipti á vinnustað, grunnvöll góðra samskipta og vellíðan á vinnustað.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 13. október - 15. október 2020
  • Tími: 08:45 - 15:15
  • Staður: Fræðslusetur Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð

Nemendur kynnast uppbyggingu og starfsemi stéttarfélaga og hvaða hlutverki þau gegna. Einnig þeirra heildarsamtaka sem félögin heyra undir. Farið er í samskipti stéttarfélagsins og trúnaðarmanna og hvernig virkja megi félagsmenn til frekari þátttöku í starfi þess. Farið er í grunnvinnurétt, þau lög sem styðja gildandi kjarasamninga ásamt rétti til fæðingarorlofs, atvinnuleysisbóta og ýmissa trygginga. Áhersla er lögð á góð samskipti á vinnustað. Undirstaða þeirra og hvað veldur því að samskipti versna. Nemendur kynnast því hvernig einelti getur þróast á vinnustað, hverjir hvernig bregðast eigi við og hver ber ábyrgð á því að einelti þrífist ekki á vinnustað.